Menning
Akureyrarvaka býður upp á menningarveislu
26.08.2025 kl. 10:45

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt í byrjun hverrar viku, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Hæst á baugi þessa vikuna er Akureyrarvaka, afmælishátíð Akureyrarbæjar, og fjölmargir viðburðir í kring um hana.
Akureyrarvaka - föstudagurinn 29. ágúst
- Rökkurró í Lystigarðinum – Setningarhátíð Akureyrarvöku 2025. Gítartónar Dimitrios Theodoropoulos, ávarp bæjarstjóra, Minningar frá Brasilíu, dansatriðið Sofðu rótt frá Steps Dancecenter og ljúfir tónar frá Hrund Hlöðversdóttur. Að lokum flytja Helga og Bjarni íslenskar perlur. kl. 20:40-22:00 í skrúðshúsi Lystigarðsins.
- TRÍÓ Kristjáns Edelstein á LYST – Eftir setningarhátíðina Rökkurró, spilar Kristján ásamt Stefáni Ingólfssyni og Halldóri G. Hauksssyni á LYST. Föstudagskvöld 29. ágúst kl. 22-23.
- Landablanda – tónleikar með þjóðlögum frá þrettán löndum. Þórður Sigurðarson, Jón Þorsteinn Reynisson og Erla Dóra Vogler flytja. Föstudagskvöld, 29. ágúst kl. 22-22.45 í Deiglunni.
- Minningar frá Brasilíu – Ívan Mendez, Sigfús Jónsson, Michael Weaver og Rodrigo Lopez flytja brasilíska tónlist. Naust í Menningarhúsinu Hofi, föstudaginn 29. ágúst kl. 22.
- Draugaslóð á Hamarkotstúni – Draugar, vættir og hulduverur leggja Hamarkotstún undir sig að venju á Akureyrarvöku. Föstudagskvöld 29. ágúst kl. 22-23.30.
- LEGO bærinn á Iðnaðarsafninu – Föstudaginn 29. ágúst kl. 17-19.
- Akureyrarveikin - formleg útgáfa nýrrar bókar – Föstudaginn 29. ágúst kl. 17-19 í kvos Menntaskólans á Akureyri.
- Galdur & tónlist í Deiglunni - Stu Gates og DJ Andri Pje - Föstudaginn 29. ágúst kl. 19-22.
- Húslestur á Akureyrarvöku – Arnar Már Arngrímsson rithöfundur les úr verki í vinnslu og ljóð eftir norðlenska höfunda. Einilundi 8e, föstudaginn 29. ágúst kl. 20.00.
Stórtónleikar Akureyrarvöku eru hápunktur helgarinnar. Mynd: Akureyrarbær
Akureyrarvaka - laugardagurinn 30. ágúst
- Morgunsigling með Húna II – Skemmtisigling, mæting á fiskihöfninni austan við gatnamót að Hagkaup. Laugardaginn 30. ágúst kl. 11-12. 70 farþegar komast með, fyrstir koma, fyrstir fá.
- Akureyrarvaka á Ráðhústorgi – Götumarkaður, skátapopp og sykurpúðar, tónlistaratriði, Dj Vélarnar, götudans, salsa partý, júdó kennsla, skullinski listmálari og matarvagnar. Laugardagurinn 30. ágúst kl. 13-17.
- Eyrarfest, hverfishátíð Oddeyrar á Eiðisvelli – Laugardaginn 30. ágúst frá 11-16.
- Zontakaffi á Akureyrarvöku – Kaffisala Zontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54, laugardaginn 30. ágúst kl. 13-17.
- 150 ára vesturfarar á Akureyrarvöku – Heiðursviðburður í Minjasafninu, laugardaginn 30. ágúst á milli 13-14.30.
- Þjóðlagadúett Hlyns og Írisar – Þjóðlög og dægurlög í nýjum útsetningum fyrir klarinettu og bassa. Laugardaginn 30. ágúst í Minjasafnskirkjunni kl. 16-17.
- Davíð Máni í Hofi – Tónleikar í Hofi, laugardaginn 30. ágúst kl. 13.45.
- Fuglakabarettinn – Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með fjölskyldusýningu eftir Hjörleif Hjartarson og Daníel Þorsteinsson. Hofi kl. 14-15, laugardaginn 30. ágúst.
- Kött Grá Pje í Hofi – Hofi kl. 14.30 á laugardag, 30. ágúst.
- Elín Hall í Hofi – Laugardaginn 30. ágúst kl. 15.00.
- Listasmiðjur með Brynhildi og Jonnu í Hofi – Búum til handabrúður. Hof á milli 14-17, laugardaginn 30. ágúst.
- Rætur - Saga alþýðumenningar frá landnámi til okkar daga – Kvos MA, laugardaginn 30. ágúst kl. 15-16.30.
- Slímstöðin opnar dyrnar – Grasrótartónleikar í æfingarými. Strandgata 53, laugardaginn 30. ágúst kl. 16-18.30.
- Víkingainnrás á Akureyri – Víkingar Veðurfölnis tjalda á túninu við MA. Fjölbreytt dagskrá laugardag og sunnudag.
- Stórtónleikar Akureyrarvöku - Laugardagskvöldið 30. ágúst kl. 20-23.35 í Listagilinu. Fram koma Todmobile, Birnir, Elín Hall, Hjálmar, Strákurinn fákurinn og Skandall.
- Rafkax, raftónleikar í Kaktus – Kosmodod og Andartak spila í Kaktus. Laugardagskvöld 30. ágúst kl. 23.00.
Listasýningar
- Ýmir Grönvold - Milli fjalls og fjöru – Opnun listasýningar í Listasafninu á Akureyri. Laugardaginn 30. ágúst kl. 15.00.
- James Merry - Nodens, Sulis & Taranis – Opnun listasýningar í Listasafninu á Akureyri. Laugardaginn 30. ágúst kl. 15.00.
- Opnun myndlistarsýningar Ólafs Sveinssonar á Amtsbókasafninu. Föstudaginn 29. ágúst kl. 16.00.
- BROT I Vídeóvörpun - Kateřina Blahutová sýnir á Listasafninu á Akureyri. Sýningar: 29. ágúst 20:30-02:00 og 30. ágúst 20:30-02:00.
- "Á Kúbu er baðströndin eins og á póstkortinu" - opnun ljósmyndasýningar Björns Jónssonar í Rösk Rými. Opnun, föstudaginn 29. ágúst kl. 17:00-19:00. Einnig opið: Laugardaginn 30. ágúst kl. 14:00-17:00.
- Samsýning norðlenskra listamanna - Mitt rými. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 14. september.
- KIMAREK: Innsetning í tilefni fjörutíu ára starfsferils Margrétar Jónsdóttur. Listasafnið á Akureyri. Sýningin stendur til 28. september.
- Ný heildarsýning í Sigurhæðum og verk Margrétar Jónsdóttur leirlistamanns. ATH - leiðsögn um sýningarnar á laugardögum á milli 13.00 og 13.30.
- Línumál - myndlistasýning Vikars Mars í Hofi. Hamragil í Hofi. Sýningin stendur til 23. ágúst.
- TÍMI - RÝMI - EFNI – Sýning Þóru Sigurðardóttur í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- SAMLÍFI – Sýning Heimis Hlöðverssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningin stendur til 7. september.
- Safnasafnið – Fjöldi nýrra sýninga.
Tónleikar
- Blood Harmony á Græna hattinum – Systkinin Ösp Eldjárn, Björk Eldjárn og Örn Eldjárn. Fimmtudagskvöldið 28. ágúst kl. 21.
- Hreimur og Magni á Græna – Föstudagskvöldið 29. ágúst kl. 21.
- Múr & Caput Corvi á Verkstæðinu á Akureyri – Tónleikar á föstudaginn, 29. ágúst kl. 21.
- Hjálmar á Græna hattinum – Laugardaginn 30. ágúst kl. 22.
- Kenndu mér að kyssa rétt – Retró og rómantík á Minjasafninu á Akureyri. Hrund Hlöðversdóttir, Kristján Edelstein og Aðalsteinn Jóhannsson. Sunnudagur, 31. ágúst kl 17-18.
Aðrir viðburðir
- Opnar vinnustofur listamanna á Þúfu 46 – Gránufélagsgata 46, laugardaginn 30. ágúst kl. 13-15.
- GLUGGINN - Hjartatenging; þegar náttúran grípur fólk – listasýning Brynju og Áslaugar í glugganum að Hafnarstrætti 88. 28. ágúst - 15. september.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.