Fara í efni
Mannlíf

Þriðja keppnisdegi lokið á Akureyrarmótinu

Mynd: Skapti Hallgrímsson

Í kvöld lauk keppni á þriðja degi Akureyrarmótsins í golfi. Lokadagur mótsins er á morgun, laugardag, en í öldungaflokkum er aðeins leikið í þrjá daga og úrslitin eru því þegar ráðin þar. Hér má lesa frétt um úrslitin í öldungaflokkunum.

  • Í 2. flokki karla er jöfn og spennandi keppni og líklega ráðast úrslitin ekki fyrr en alveg í blálokin á morgun. Óskar Jensson er efstur á 36 höggum yfir pari samanlagt en er bara með eins höggs forystu fyrir lokadaginn.
  • Í 3. flokki karla lék Kári Gíslason best í dag og er efstur á 52 höggum yfir pari fyrir lokadaginn, með fjögurra högga forskot.
  • Allt er í járnum í 4. flokki karla, þar eru Gunnar Gunnarsson og Árni Rúnar Magnússon efstir og jafnir á 50 höggum yfir pari en næstu menn koma í humátt þar á eftir og úrslitin því hvergi nærri ráðin.
  • Friðrik Tryggvi Friðriksson er með 8 högga forskot í 5. flokki karla fyrir lokadaginn, hefur leikið fyrstu tvo hringina á 78 höggum yfir pari samtals.
  • Í 2. flokki kvenna hefur Guðrún Karítas Finnsdóttir haft forystu allan tímann, er á 80 höggum yfir pari og með 7 högg í forskot.
  • Bryndís Björnsdóttir var með fimm högga forskot eftir gærdaginn í 3. flokki kvenna og sá munur er óbreyttur eftir daginn í dag. Bryndís hefur leikið á 62 höggum yfir pari.
  • Forysta Sólveigar Maríu Árnadóttur í 4. flokki kvenna breyttist heldur ekki í dag. Hún er ennþá 10 höggum á undan næstu konu, hefur leikið á 61 höggi yfir pari.
  • Í flokki 14 ára og yngri jók Kristófer Áki Aðalsteinsson heldur betur við forystuna, lék frábærlega á 72 höggum í dag og er á 9 höggum yfir pari samanlagt. Kristófer Áki, sem er á 13. ári, er með 15 högg í forskot fyrir lokadaginn.

Umfjöllun um stöðuna í meistaraflokkum og 1. flokki kvenna og karla má lesa hér.

Stöðu allra keppenda í öllum flokkum má sjá hér.