Fara í efni
Mannlíf

Stundum fer á annan veg en ætlað er ...

Í bílskúr Sigtryggs rafvirkja fundum við dollu með ógreinilegri áletrun á snjáðum miða og læstum að okkur í dúkkuhúsinu gula. Þar nudduðum við leynifélagar glærum vökva í svörðinn samkvæmt ráðum Stebba sem lesið hafði aftan á dósina.
 
Þannig hefst kafli dagsins úr Eyrarpúkanum, því gáskafulla skáldverki Jóhanns Árelíuzar sem gerist á Eyrinni á Akureyri um miðja síðustu öld. Akureyri.net birtir kafla úr bókinni á hverjum sunnudegi.
 
En stundum fer á annan veg en ætlað er því hárið varð eins og apótekaralakkrís og stóð sem strý í allar áttir.