Fara í efni
Mannlíf

Rafmögnuð Idol stemning á Vamos

Stemningin var góð á Vamos eins og nærri má geta. Elvý Guðríður Hreinsdóttir, móðir Birkis Blæs, fyrir miðri mynd, bendir á son sinn á skjánum. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Vinir, vandamenn og fleiri aðdáendur Birkis Blæs Óðinssonar, söngvarans unga sem slegið hefur í gegn í sænsku Idol söngkeppninni, komu saman á veitingastaðnum Vamos við Ráðhústorg í kvöld og horfðu á beina útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar TV4.

Stemningin var rafmögnuð og spennan mikil frá því útsending hófst klukkan 18 þar til í ljós kom að Birkir komst áfram. Þegar nafn hans var kallað upp klukkan 19.30 að íslenskum tíma braust út mikill fögnuður á efri hæð Vamos, eins og gefur að skilja.

Vamos var eini staðurinn í heiminum utan Svíþjóðar þar sem hægt var að horfa á þáttinn, a.m.k. með lögeglum hætti. Birkir og Eyþór Ingi Jónsson, stjúpfaðir hans, sömdu við TV4 og Idol um að gera spenntum aðdáendum söngvarans í heimabænum kleift að fylgjast með honum

Smellið hér til að lesa um flutning Birkis Blæs í kvöld.