Fara í efni
Mannlíf

Litríkt skemmtikvöld að taílenskum hætti

Tekið var á móti gestum að taílenskum sið. Myndir: samherji.is/einkasafn.

Starfsmannafélag Útgerðarfélags Akureyringa stóð fyrir skemmtilegri samkomu á laugardagskvöldið í matsal félagsins. Þar kom starfsfólk og gestir saman á taílensku skemmtikvöldi. Hjá ÚA starfar hátt í þrjátíu manns sem á uppruna sinn að rekja til Taílands. Boðið var upp á fjölbreytilegt hlaðborð heimagerðra taílenskra rétta ásamt skemmtiatriðum. 

Frá þessu er sagt á vef Samherja með litríkum myndum frá skemmtikvöldinu:

Systurnar Supattra Singsuto og Wongnapha Singsuto hafa búið lengi á Íslandi og eru með langan starfsaldur hjá ÚA. Þær voru hæstánægðar með skemmtikvöldið.

„Taílensk matargerð er ólík íslenskri, þess vegna var frábært kynna matarhefðir okkar heimalands. Taílenskur matur eru yfirleitt mun meira kryddaður en sá íslenski og grænmeti er algengara. Við hjálpuðumst að við matseldina og útkoman varð fjölbreytt hlaðboð. Við sýndum gestunum líka taílenska dansa og skreyttum salinn en tónlist, dans og söngur eru ómissandi þegar fólk kemur saman og skemmtir sér. Aðstaðan í eldhúsi ÚA er frábær, þannig að allur undirbúningur gekk vel og kvöldið heppnaðist frábærlega. Við þökkum öllum fyrir góða kvöldstund,“ sögðu þær Supattra og Wongnapha Singsuto.

Starfsmannafélag Samherja á Dalvík hefur verið með sambærileg þóðarkvöld þar sem starfsmenn frá mismunandi þjóðum hafa kynnt mat og menningu sinnar þjóðar.

Nánar á samherji.is.