Fara í efni
Mannlíf

Lausnin 4 – Í óminni er afar þakklát fró

Fjórði hluti ljóðabálks Stefáns Þórs Sæmundssonar af sjö – Lausnin 4/7 – birtist í dag. „Hér er miðkaflinn, þrír hlutar að baki og þrír eftir. Nú getur brugðið til beggja vona,“ segir Stefán Þór í pistlinum, þar sem hann veltir vöngum um þennan fjórða hluta hins magnaða ljóðabálks.

„Ljóðmælandinn er orðinn tvístígandi. Hann er farinn að vísa í óminni og sektarkennd sem fylgir gjarnan mikilli drykkju,“ heldur Stefán áfram. „Hann vísar í speki Hávamála um óminnishegrann, gleymskufuglinn, sem rænir þá vitinu sem sitja of lengi að sumbli. Merkilegt hvernig þetta var ort inn í anda víkingaaldar fyrir meira en þúsund árum. Þessi óþekkti og framsýni höfundur Hávamála hefur varla slegið í gegn með slíkan boðskap í hófi þar sem mjöðurinn var kneyfaður ótæpilega.“

Pistill dagsins: Lausnin 4/7

Fyrri pistlar: Lausnin 1/7, Lausnin 2/7, Lausnin 3/7