Fara í efni
Mannlíf

Körfubolti: Þór tapaði fyrir toppliði Sindra

Christian Caldwell var stigahæstur Þórsara í kvöld með 24 stig. Pétur Cariglia tók tíu fráköst og átti sex stoðsendingar. Myndir: Guðjón Andri Gylfason.

Þórsarar sóttu ekki gull í greipar Hornfirðinga þegar þeir sóttu topplið Sindra heim í 12. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 96-77 Sindra í vil. Þórsarar eru áfram í 10. sæti deildarinnar, hafa unnið þrjá leiki af fyrstu 12. 

Heimamenn í Sindra sigldu fljótlega fram úr Þórsurum, náðu 15 stiga forskoti í fyrsta leikhluta, 27 stiga forskoti eftir fyrri hálfleikinn og héldu þeim dampi lengst af, sigldu sigrinum örugglega í höfn. Forysta Sindra varð mest 30 stig þegar leið á þriðja fjórðunginn, en aðeins dró saman með liðunum í lokafjórðungnum, munurinn að lokum 19 stig þegar upp var staðið og sigur Sindra aldrei í hættu. 

Sindri - Þór (30-15) (27-19) 57-34 (14-14) (25-29) 96-77

Christian Caldwell var eins og oftast áður atkvæðamestur í Þórsliðinu, skoraði 24 stig. Pétur Cariglia tók tíu fráköst og átti sex stoðsendingar. 

Helstu tölur leikmanna Þórsliðsins, stig/fráköst/stoðsendingar: 

  • Christian Caldwell 24/8/1
  • Týr Óskar Pratiksson 20/2/2
  • Páll Nóel Hjálmarsson 11/3/0
  • Pétur Cariglia 7/10/6
  • Paco Del Aquilla 7/9/2
  • Helgi Hjörleifsson 4/2/1
  • Smári Jónsson 2/2/2
  • Finnbogi Páll Benónýsson 2/0/1

Tölfræði leiksins.

Staðan í deildinni.