Mannlíf
Gamla myndin: veistu hvar þetta er?
22.08.2025 kl. 06:00

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 250. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.
Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvaða fjárréttir þetta eru og jafnvel hvenær myndin gæti verið tekin?
Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net
- Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Þetta er Hafravatnsrétt í Mosfellssveit og lesandi sem sendi upplýsingar telur að myndin sé tekin um 1960. Annar sagði að réttað hefði verið þarna þar til á níunda áratug aldarinnar.