Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 249. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, þær vekja jafnan mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar.

Hefur þú, lesandi góður, hugmynd um hvaða fjárréttir þetta eru og jafnvel hvenær myndin gæti verið tekin?

Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

  • Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Þetta er húsið Lambhagi á Dalvík eftir stóra jarðskjálftann 2. júní 1934 sem talinn er hafa verið um 6,3 á Richter-kvarða og olli gríðarlegum skemmdum. Þarna sést suðurgaflinn og vesturhlið hússins. Norðurgaflinn hrundi út, en suðurgaflinn hékk uppi. Norðan við er Vallholt. Efri hæð Lambhaga skemmdist svo mikið í skjálftanum að hún var rifin en neðri hæðin stendur. Húsið er númer 7 við Skíðabraut.