Fara í efni
Mannlíf

Birkir Blær syngur Finally – MYNDBAND

Birkir Blær Óðinsson komst í fjögurra manna úrslit sænsku Idol söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV 4 í gærkvöldi, eins og fram kom á Akureyri.net.

Birkir flutti James Arthur lagið Finally við mjög viðtökur áhorfenda og dómararnir hrósuðu honum í hástert eins og áður. Hann tileinkaði foreldrum sínum lagið; faðir Birkis, Jón Óðinn Waage, býr í Svíþjóð en Elvý Guðríður Hreinsdóttir, móðir hans, á Akureyri. Í fyrsta hlut myndbandsins syngur Birkir á sviðinu fyrir föður sinn en Elvý sést á skjá spjaldtölvu, þar sem hún hlýðir á sönginn heima á Akureyri.

Birkir birti lagið á Facebook síðu sinni síðdegis. Smellið hér til að sjá og heyra flutninginn í gærkvöldi.

„Þú syngur eins og Guð; eins og Óðinn“