Fara í efni
Mannlíf

Birkir Blær heillar Svía sem fyrr

Birkir Blær Óðinsson var kosinn áfram í næstu umferð í sænsku Idol söngkeppninni á sjónvarpsstöðinni TV4 í kvöld. Birkir söng lagið Yellow, sem breska sveitin Coldplay gaf út árið 2000, en keppendum var gert að flytja lag frá eigin fæðingarári.

Fyrir viku þótti Birkir frábær þegar hann söng lagið A Change Is Gonna Come, afar fallegt lag sem Sam Cooke flutti upphaflega fyrir áratugum. Dómararnir jusu hann lofi þá sem endranær og áhorfendur sem kusu voru greinilega á sama máli; það var fyrir frammistöðuna síðasta föstudag sem Birkir komst áfram í kvöld.

Eftir kvöldið eru 10 þátttakendur eftir í keppninni.

Síðasta umferð fyrir viku: „Sá eini sem getur orðið alþjóðleg stjarna!