Fara í efni
Íþróttir

Við áramót – Þórsarar heiðra þá bestu í dag

Íþróttafólk Þórs 2021, Ragnar Ágústsson og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif hefur alls fimm sinnum h…
Íþróttafólk Þórs 2021, Ragnar Ágústsson og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Arna Sif hefur alls fimm sinnum hlotið þessa nafnbót. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Hin árlega samkoma íþróttafélagsins Þórs, Við áramót, verður í félagsheimilinu Hamri í dag klukkan 17.00. Hápunktur samkomunnar verður að vanda þegar upplýst er hver hafa verið kjörin íþróttafólk félagsins á nýliðnu ári.

Þór hefur í áratugi staðið fyrir þrettándagleði, þar sem álfakóngur, púkar, tröll og jólasveinar hafa komið fram, en hún verður ekki í ár. Þess í stað er Við áramót á þrettándanum en ekki milli jóla og nýárs eins og oft áður.

Dagskráin verður sem hér segir:

 • Þóra Pétursdóttir, formaður Þórs, setur samkomuna
 • Íslandsmeistarar og landsliðsfólk heiðrað
 • Látinna félaga minnst
 • Íþróttafólk deilda Þórs kynnt og heiðrað
 • Kjöri á íþróttafólki Þórs lýst
 • Léttar veitingar

„Félagið hvetur Íslandsmeistara og landsliðsfólk til að mæta á athöfnina, sem og alla iðkendur, félagsfólk og velunnara. Þrjú lið og tveir einstaklingar frá Þór og Þór/KA unnu Íslandsmeistaratitla á árinu, einn í hnefaleikum, einn í pílukasti og þrjú lið í fótboltanum,“ segir á heimasíðu Þórs.

 • Elmar Freyr Aðalheiðarson – hnefaleikar (einnig bikarmeistari)
 • Óskar Jónasson – pílukast, 301, einmenningur
 • 3. flokkur kvenna, Þór/KA – knattspyrna – samtals 29 leikmenn (einnig bikarmeistarar)
 • 4. flokkur karla, Þór – knattspyrna – samtals 18 leikmenn
 • 5. flokkur karla, B-lið, Þór – knattspyrna – samtals 10 leikmenn

„Við eigum einnig landsliðsfólk í yngri landsliðum í handbolta, fótbolta og körfubolta, samtals er það 21 leikmaður, einn í handbolta, tvær í körfubolta og 18 leikmenn í fótbolta.“

Smellið hér til að sjá alla sem eru tilefndir af deildum félagsins.