Fara í efni
Íþróttir

Venezia fær Aron Inga að láni og á forkaupsrétt

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þór hefur lánað knattspyrnumanninn unga Aron Inga Magnússon í eitt ár til ítalska félagsins Venezia frá Feneyjum skv. heimildum Akureyri.net. Skrifað var undir samning þess efnis fyrr í dag. Á lánstímanum á ítalska félagið forkaupsrétt að leikmanninum. 

Aron Ingi, sem er miðjumaður, verður ára 18 í september. Hann kom við sögu í níu leikjum Þórs í Lengjudeildinni í fyrrasumar, þá aðeins 16 ára, og hefur tekið þátt í átta deildarleikjum í sumar og gert eitt mark, gegn HK á útivelli. 

Vika er síðan ítalska félagið falaðist eftir því að fá Aron Inga að láni. Hann leikur með Þór gegn Kórdrengjum í Reykjavík í kvöld og heldur til Ítalíu á morgun.

Samningurinn Þórs og Venezia er sambærilegur þeim sem þau gerðu um bakvörðinn Jakob Franz Pálsson fyrir nokkrum misserum. Svo fór að ítalska félagið keypti Jakob Franz.