Fara í efni
Íþróttir

Tveir mjög öruggir sigrar SA-stelpna á SR

Berglind Leifsdóttir með pökkinn á svellinu í morgun. Hún gerði tvö mörk í leiknum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason

Kvennalið Skautafélags Akureyrar í íshokkí sigraði lið Skautafélags Reykjavíkur í tvígang um helgina af miklu öryggi. Báðir leikirnir fóru fram á Akureyri; SA vann 7:0 í gær og 8:2 í morgun.

SA hef­ur unnið alla 10 leikina til þessa og er komið með 30 stig, 12 meira en Fjölnir, sem er í öðru sæti deildarinnar. SR er á botninum án stiga.

Gunn­borg Jó­hanns­dótt­ir gerði tvö mörk fyrir SA í gær og þær Berg­lind Leifs­dótt­ir, Eva Karvels­dótt­ir, Her­borg Geirs­dótt­ir og Hilma Bergs­dótt­ir eitt mark hver.

Í morgun gerði Berg­lind Leifs­dótt­ir tvö mörk fyrir SR og þær Aðal­heiður Ragn­ars­dótt­ir, Anna Ágústs­dótt­ir, Gunn­borg Jó­hanns­dótt­ir, Ragn­heiður Ragn­ars­dótt­ir, Eva Karvels­dótt­ir og Sól­rún Arn­ar­dótt­ir skoruðu einu sinni hver.