Fara í efni
Íþróttir

Tumi á einu undir – 56. Íslandsmót Björgvins

Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, slær af fyrsta teig í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Tumi Hrafn Kúld lék best akureyrsku karlanna á fyrsta degi Íslandsmótsins í golfi í dag, fór hringinn á Jaðarsvelli á 70 höggum, einu undir pari.

Sigursælasti Akureyringurinn í gegnum tíðina, Björgvin Þorsteinsson, tekur nú þátt í Íslandsmótinu í golfi í 56. skipti. Hann lék á Íslandsmótinu 55 ár í röð – sem er vitaskuld einsdæmi – en var ekki með tvö síðustu ár. Björgvin varð sex sinnum Íslandsmeistari á áttunda áratug síðustu aldar.

Eyþór Hrafnar Ketilsson og Mikael Máni Sigurðsson lék á 74 höggum, þremur yfir pari, Lárus Ingi Antonsson, sem varð Akureyrarmeistari á dögunum, lék á 75 höggum, Víðir Steinar Tómasson 76, Örvar Samúelsson á 77, Skúli Gunnar Ágústsson á 79, Ævarr Freyr Birgisson á 80, Óskar Páll valsson á 83 og Björgvin Þorsteinsson fór hringinn á 84 höggum, 13 yfir pari. 

Smellið hér til að fylgjast með skori allra keppenda.

Tumi Hrafn Kúld lék best Akureyringanna í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.