Fara í efni
Íþróttir

Toppslagur í Höllinni og blak í KA-heimilinu

Þórsarar taka á móti ÍR-ingum í toppslag næst efstu deildar Íslandsmótsins í handbolta í dag. Leikurinn hefst kl. 16.00 í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þá fá KA-menn lið Stál-Úlfs í heimsókn í KA-heimilið á Íslandsmóti karla í blaki. Önnur íþróttalið bæjarins verða á ferðinni á útivelli.

  • 15.00 Haukar - KA/Þór, Íslandsmót kvenna í handbolta

Hver leikur KA/Þórs er gríðarlega mikilvægur í botnbaráttunni. Stelpurnar okkar eru í neðsta sæti efstu deildar með fimm stig að 17 leikjum loknum en Haukar eru í þriðja sæti með 26 stig eftir jafn marga leiki. Afturelding er næst fyrir ofan KA/Þór með átta stig og Stjarnan þar fyrir ofan með níu stig, bæði lið eftir 18 leiki.

  • 15.00 Víkingur - KA, Lengjubikar karla í knattspyrnu

KA sækir Íslandsmeistara Víkings heim á Víkingsvöllinn. KA er með sex stig eftir þrjá leiki en Víkingar eru með þrjú stig að loknum tveimur leikjum. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. 

  • 15.00 HK - Þór, Lengjubikar karla í knattspyrnu

Leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi. Þór hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu en HK hefur aðeins eitt stig eftir þrjá leiki.

  • 16.00 Þór - ÍR, Íslandsmót karla í handbolta

Bæði lið eru með 18 stig í Grill66 deildinni. Þórsarar eiga fjóra leiki eftir í deildarkeppninni, en ÍR-ingar fimm. Þetta eru liðin sem berjast um sæti í efstu deild; Fjölnir er með einu stigi meira en Þór og því spennandi lokasprettur fram undan í deildinni. ÍR-ingar burstuðu Þórsara í fyrri umferð mótsins í Reykjavík í nóvember, 34:22.

  • 17.00 KA - Stál-Úlfur, Íslandsmót karla í blaki

KA er í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig að loknum 14 leikjum en Stál-Úlfur neðstur, er enn án stiga.

  • 17.00 Haukar - KA, Íslandsmót karla í handbolta

KA er í níunda sæti Olís deildarinnar með 10 stig eftir 16 leiki og Haukar með 18 stig í sjötta sæti. KA er í harðri baráttu við nokkur lið um sæti í átta liða úrslitakeppni: Grótta er með 13 stig að loknum 17 leikjum, Stjarnan hefur einnig 13 stig, en að loknum 16 leikjum, HK er með níu stig og Víkingur átta.