Fara í efni
Íþróttir

Þrír mjög mikilvægir leikir á dagskrá í dag

Þórsarinn Aðalsteinn Bergþórsson í baráttu gegn Fjölni í deildarleik liðanna í Höllinni síðla vetrar…
Þórsarinn Aðalsteinn Bergþórsson í baráttu gegn Fjölni í deildarleik liðanna í Höllinni síðla vetrar, þegar Þórsarar unnu næsta auðveldlega. Hann fær vonandi að halda treyjunni í dag! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Akureyrsk íþróttalið verða í eldlínunni á þrennum vígstöðvum í dag.

Allt eru það mikilvægir leikir og einn hreinlega upp á líf og dauða

  • ÍBV – KA 14.00

Önnur umferð Bestu deildarinnar í fótbolta, efstu deildar Íslandsmóts karla. KA vann Leikni 1:0 í fyrstu umferð á heimavelli en ÍBV tapaði 2:1 fyrir Val í Reykjavík. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. 

  • Þór – Fjölnir 16.00

Umspil um sæti í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olís deildinni, næsta vetur. Þórsarar töpuðu fyrir Fjölni í Grafarvogi í vikunni og verða að vinna í dag til að knýja fram þriðja leikinn. Liðið sem sigrar í tveimur leikjum kemst áfram í lokarimmu um sæti í Olís deildinni 

  • KA – Afturelding 16.00

Fyrsti úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. KA-TV sýnir leikinn beint.