Fara í efni
Íþróttir

Þorvaldur hættir sem þjálfari Þórs

Þorvaldur fagnar eftir að Jovan Kukobat varði skot í leik með Þór á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgr…
Þorvaldur fagnar eftir að Jovan Kukobat varði skot í leik með Þór á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þorvaldur Sigurðsson er hættur sem þjálfari Þórs í handbolta. Halldór Örn Tryggvason stýrir því liðinu einn það sem eftir er vetrar í baráttu um að halda sæti í efstu deild Íslandsmótsins, Olís-deildinni. Halldór var einn þjálfari áður en Þorvaldur, sem áður var formaður handknattleiksdeildar Þórs, kom inn í þjálfarateymið. Greint var frá þessu á heimasíðu félagsins í morgun. Þar er tekið fram að það hafi verið að ósk Þorvaldar að hann lætur af störfum.