Fara í efni
Íþróttir

Þórsstelpurnar unnu Benfica í Portúgal

Liðin stilltu sér saman upp fyrir myndatöku að leik loknum. Þórsstelpurnar í hvítu. Mynd: Instagram síða meistaraflokks kvenna.

Kvennalið Þórs í körfubolta leikur sem kunnugt er í Subway-deildinni, efstu deild Íslandsmótsins, á komandi tímabili. Liður í undirbúningi fyrir átökin í vetur er æfingaferð sem hópurinn fór í til Portúgals. Stelpurnar mættu liði Benfica í æfingaleik í vikunni og höfðu betur, unnu eins stigs sigur, 79-78.

Fyrsti leikur liðsins í Subway deildinni verður heimaleikur gegn Stjörnunni í Íþróttahöllinni þriðjudaginn 26. september, en þessi lið börðust einmitt um sigur í 1. deildinni í vor og hafði Stjarnan betur í oddaleik.

Þórsliðið að loknum sigrinum á Benfica. Aftari röð frá vinstri: Daníel Andri Halldórsson þjálfari, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, Rebekka Hólm Halldórsdóttir, Valborg Elva Bragadóttir, Maddie Sutton, Emma Karólína Snæbjarnardóttir, Lore Devos, Katrín Eva Óladóttir og Hlynur Freyr Einarsson aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Vaka Bergrún Jónsdóttir, Eva Wium Elíasdóttir, Jovanka Ljubetic og Heiða Hlín Björnsdóttir. Mynd: Instagram síða meistaraflokks kvenna