Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar taka á móti Grindvíkingum

Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.
Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Fyrsti íþróttakappleikur nýs árs á Akureyri er á dagskrá í kvöld þegar Þórsarar taka á móti Grindavíkingum í efstu deild Íslandsmóts karla í körfubolta, Subway deildinni. Flautað verður til leiks í Íþróttahöllinni klukkan 19.00 og heimild er fyrir 100 áhorfendum – í tveimur 50 manna sóttvarnarhólfum.

Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig eftir 11 leiki. Þórsarar eru hins vegar á botninum, enn án stiga eftir 10 leiki. Viðureign þeirra við Tindastól á milli jóla og nýárs var frestað en þá sigruðu Grindvíkingar Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn.

Fyrir þá sem ekki komst á leikinn er rétt að benda á að hann verður sýndur á sjónvarpsrás Þórs – Þór TV