Þórsarar mæta liði Fylkis í Árbænum

Karlalið Þórs sækir Fylki heim í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins.
Þórsarar eru sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 27 stig úr 15 leikjum. Fyrir ofan eru ÍR með 32 stig, Njarðvík með 31 og Þróttur með 28, en HK er með 27 stig eins og Þór og svo Keflavík í 6. sætinu með 25 stig. Sjö umferðir eru eftir af deildarkeppninni.
Baráttan um fimm efstu sætin harðnar með hverri umferðinni. Efsta liðið að loknum 22 umferðum fer beint upp í Bestu deildina og næstu fjögur fara í umspil um hitt lausa sætið sem í boði er.
- Lengjudeild karla í knattspyrnu, 16. umferð
Tekk-völlurinn í Árbæ
Fylkir - Þór
Fyrri leik Þórs og Fylkis lauk í sumar lauk með 4:1 sigri Þórs í Boganum í lok maí.
Fylkir hefur verið í botnbaráttunni í sumar og er nú í 10. sæti með 11 stig, jafnmörg og Fjölnir sem er í næstneðsta sæti en Leiknir er neðstur með 10 stig. Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, KA og Vals, tók nýlega við sem þjálfari Fylkis eftir að Árna Frey Guðnasyni var sagt upp störfum. Arnar hefur stjórnað Fylkisliðinu í þremur leikjum; liðið tapaði fyrir Þrótti og Njarðvík og gerði jafntefli við Fjölni.