Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar fögnuðu fimmta sigrinum í röð

Þórsarar þakka stuðningsmönnum sínum eftir leikinn í KR-heimilinu í kvöld. Ljósmynd: Sara Skaptadóttir.

Þórsarar unnu fimmta leikinn í röð í Domino's deild Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld, þegar þeir sóttu KR-inga heim í Reykjavík. Leikurinn fór 90:86 fyrir Þór eftir að KR hafði yfir í hálfleik, 48:42.

  • Skorið í hverjum leikfjórðungi: 27:13 – 21:31 (48:42) – 15:25 – 23:21 (86:90)

Byrjunin var lygileg og sveiflurnar ævintýralegar. KR-ingar komust í 16:0 – þetta er ekki prentvilla; 16:0! Þór gerði fyrsta stigið þegar fjórar mínútur og 40 sekúndur voru liðnar, og heimamenn höfðu 14 stiga forskot eftir fyrsta fjórðung. Þá fóru Þórsarar heldur betur á skrið, unnu annan leikhluta með 10 stiga mun og líka þann þriðja!

  • Dedrick Deon Basile 27 stig – 8 fráköst – 11 stoðsendingar (40:00 mínútur)
  • Srdan Stojanovic 25 stig – 4 fráköst – 3 stoðsendingar (36:42 mín.)
  • Andrius Globys 11 stig – 10 fráköst – 1 stoðsending (37:24 mín.)
  • Ohouo Guy Landry Edi 17 stig – 15 fráköst – 2 stoðsendingar (34:53)
  • Hlynur Freyr 2 stig – 3 fráköst – (17:47)
  • Ragnar Ágústsson 5 stig – 1 frákast – (11:17 mín.)
  • Kolbeinn Fannar Gíslason 3 stig – 2 fráköst – 1 stoðsending (21:57 mín)
  • Páll Nóel Hjálmarsson
  • Smári Jónsson
  • Hrafn Jóhannesson

Ivan Alcolado, miðherjinn firnasterki, lék ekki með í kvöld vegna veikinda og Ingvi Guðmundsson var einnig illa fjarri góðu gamni. Hann fékk höfuðhögg í sigurleiknum á Stjörnunni á dögunum og leikurinn í kvöld var sá þriðji sem hann missir af vegna þess. 

Smellið hér til að skoða alla tölfræðina úr leiknum.

Keflavík hefur nú 26 stig, Stjarnan 22, Þór Þorlákshöfn og KR 20, og Þór, Grindavík og Valur eru öll með 16 stig. ÍR og Tindastóll eru með 14 stig í 8. til 9. sæti, Njarðvík hefur 10 stig, Höttur 8 og Haukar 6. Átta lið komast í úrslitakeppnina.

Næsti leikur Þórs er gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta fimmtudag klukkan 19.15.

NÁNAR UM LEIKINN Í FYRRAMÁLIÐ

Ragnar Ágústsson lætur vaða fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld. Ljósmynd: Alma Skaptadóttir.