Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar fá Ármenninga í heimsókn í körfunni

Reynir Róbertsson lék gríðarlega vel í síðasta heimaleik þegar Þórsarar unnu Þróttara úr Vogum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar taka á móti Ármenningum kvöld í 1. deild karla í körfuknattleik í Íþróttahöllinni. Leikurinn, sem er í 20. umferð deildarinnar, næst efstu deildar Íslandsmótsins, hefst klukkan 19.15.

Öll lið eiga eftir þrjá leiki og nokkur lið um miðja deild eru í harðri baráttu um að landa eins ofarlega og mögulegt er áður en úrslitakeppnin hefst.

Eitt lið fer beint upp í efstu deild, ÍR-ingar eru líklegastir til þess eins og staðan er núna, en það er þó fjarri því öruggt. Liðin í 2. til 9. taka þátt í úrslitakeppni þar sem barist verður um annað laust sæti í efstu deild næsta vetur. Sex stig eru eftir í pottinum og staðan í deildinni gæti því átt eftir að breytast töluvert. 

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni og hvaða leiki Þórsarar eiga eftir.