Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar áttu enga möguleika í Garðabæ

Dúi Þór Jónsson lék lang best Þórsara í Garðabænum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar töpuðu fyrir Stjörnunni, 112:84, á Íslandsmótinu í körfubolta, Subway deildinni, í Garðabæ í kvöld. Þeir eru enn á botni deildarinnar með tvö stig.

Fyrsti leikhluti var jafn og spennandi, að honum loknum höfðu heimamenn tveggja stiga forskot, 26:24, en í öðrum leikhluta var annað upp á teningnum; Stjörnumenn gerðu 34 stig gegn aðeins 11. Staðan því 61:35 í hálfleik. Þar með voru úrslitin í raun ráðin og þrátt fyrir ágæta frammistöðu gestanna síðari hluta leiksins var leikurinn löngu tapaður.

Dúi Þór Jónsson var lang bestur Þórsara í leiknum, gerði 28 stig og gaf fimm stoðsendingar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum.

Næsti leikur Þórs er á heimavelli á mánudagskvöldið, þegar Vestri frá Ísafirði kemur í heimsókn. Þá er að duga eða drepast fyrir Þórsara í baráttunni um að halda sæti í deildinni. Vestramenn eru næst neðstir með sex stig.