Fara í efni
Íþróttir

Þór/KA vann FH og leikur í undanúrslitunum

Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari ræðir við leikmenn sína í Þór/KA eftir sigurinn á FH í íþróttahúsinu Skessunni í Hafnarfirði í dag.

Þór/KA vann FH 2:1 í 2 riðli A-deildar Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Hafnarfirði í dag og er þar með öruggt með sæti í undanúrslitum keppninnar þótt liðið eigi einn leik eftir.

Margrét Árnadóttir kom Þór/KA í 1:0 eftir hálftíma leik eftir glæsilega sendingu Hulda Bjargar Hannesdóttir. Breukelen Lachelle Woodard jafnaði fyrir FH á 70. mín. en það var fyrirliðinn, Sandra María Jessen, sem gerði sigurmarkið þegar rúmar 10 mínútur voru eftir eftir laglega sókn.

Breiðablik og Valur eru jöfn í hinum riðli A-deildarinnar og eiga eftir að mætast. Þór/KA mætir öðru hvoru liðinu í undanúrslitum.

Síðasti leikur Þórs/KA í riðlinum er gegn Stjörnunni í Boganum næsta laugardag.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.