Fara í efni
Íþróttir

Þór/KA með útileik gegn Val

Þór/KA-stelpurnar fagna marki gegn Blikum í Boganum. Í dag mæta þær Val á útivelli. Mynd: Þórir Tryggvason

Sjöunda umferð Bestu deildar kvenna hefst í dag með fjórum leikjum. Stelpurnar okkar í Þór/KA heimsækja Íslandsmeistara Vals að Hlíðarenda.

Þessi lið mættust í riðlakeppni Lengjubikarsins í Boganum í vetur og þá hafði Þór/KA betur í fjörugum leik. Liðin unnu hvort sinn leikinn í Bestu deildinni í fyrra. Þór/KA vann fyrri leikinn sem fram fór í Boganum, 2-1, en Valur vann sinn heimaleik, 3-0.

Valur er í efsta sæti Bestu deildarinnar eftir sex umferðir með 13 stig, en Þór/KA er í 5. sæti deildarinnar með níu stig. Leikur liðanna hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2. sport.