Fara í efni
Íþróttir

Þóra Pétursdóttir kjörin formaður Þórs

Ingi Björnsson, fráfarandi formaður Þórs, og Þóra Pétursdóttir, nýr formaður félagsins.
Ingi Björnsson, fráfarandi formaður Þórs, og Þóra Pétursdóttir, nýr formaður félagsins.

Þóra Pétursdóttir var kjörin formaður Íþróttafélagsins Þórs á aðalfundi þess í dag. Hún tekur við af Inga Björnssyni sem gegnt hefur embætti formanns síðustu fjögur ár.

Þóra, sem var varamaður í stjórn, er 33. formaður félagsins og önnur konan sem sest í stól formanns í 107 ára sögu Þórs. Svala Stefánsdóttir var formaður 1998 - 2000.

Nánar um aðalfundinn síðar