Fara í efni
Íþróttir

Þór tapaði fyrir ÍA og er í mikilli fallhættu

Víti? Já, mjög sennilega; Árni Marinó markvörður ÍA fór harkalega í Alexander Má á 57. mín. þegar staðan var 2:1 en ákvörðun dómarans var hornspyrna. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar töpuðu 3:2 fyrir Akurnesingum á heimavelli í dag í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Skagamenn eru þar með komnir á toppinn en lið Þórs er í mikilli fallhættu. Tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Skagamenn komust í 2:0 snemma leiks en Bjarni Guðjón Brynjólfsson minnkaði muninn fyrir hlé.

Umdeilt atvik varð á 57. mínútu. Þórsarar vildu fá vítaspyrnu – og var sú krafa mjög skiljanleg. Boltinn var sendur inn á vítateig og markvörður ÍA, Árni Marinó Einarsson stökk harkalega á Alexander Má Þorláksson aftan frá.  Dómararnir virðast ekki hafa séð atvikið nægjanlega vel og Akurnesingar sluppu því með skrekkinn. Hornspyrna var niðurstaðan.

Árni Marinó Einarsson lítur í átt til dómarans eftir að hann braut á Alexander Má í vítateignum. Honum var án efa létt þegar dæmd var hornspyrna en ekki víti. Ljósmynd: Hallgrímsson

Fáeinum mínútum fyrir leikslok komust Skagamenn í 3:1 en Nikola Kristinn Stojanovic minnkaði muninn með marki beint úr aukaspyrnu. Það reyndist síðasta spyrna leiksins.

Staða neðstu liða í deildinni er þessi:

 • Grindavík 20 leikir – 25 stig
 • Þór 20 leikir – 24 stig
 • Þróttur 20 leikir – 23 stig
 • Grótta 20 leikir – 23 stig
 • Njarðvík 19 leikir – 23 stig
 • Selfoss 20 leikir – 23 stig
 • Ægir 20 leikir – 9 stig

Ægir er löngu fallinn. Þetta eru leikir hinna liðanna sem enn eru í fallhættu:

 • Grindavík – Selfoss
 • Þór - Grindavík
  _ _ _
 • Grótta – Þór
 • Þór – Grindavík
  _ _ _
 • Vestri – Þróttur
 • Þróttur – Afturelding
  _ _ _
 • Grótta – Þór
 • ÍA – Grótta
  _ _ _
 • Njarðvík – ÍA
 • Fjölnir – Njarðvík
  _ _ _
 • Grindavík – Selfoss
 • Selfoss – Vestri

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna á vef KSÍ

Meira síðar