Fara í efni
Íþróttir

Þór stóð lengi vel í Stjörnunni en tapaði

Þótt Þórsarar væri samhentir í dag og 15 leikmenn kæmust á blað dugði það ekki gegn Stjörnunni. En A…
Þótt Þórsarar væri samhentir í dag og 15 leikmenn kæmust á blað dugði það ekki gegn Stjörnunni. En Arnar Þór Fylkisson var mjög góður í markinu! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar töpuðu fyrir Stjörnunni, 27:23, í Olís deild karla í handbolta í Garðabæ síðdegis. Stjarnan skaust upp í 3. sæti deildarinnar með sigrinum en Þórsarar eru sem fyrr í 11. og næst neðsta sæti.

Þórður Tandri Ágústsson gerði 4 mörk fyrir Þór í leiknum, Ihor Kopyshynskyi 3 og nokkrir gerðu 2: Arnór Þorri Þorsteinsson, Garðar Már Jónsson, Viðar Ernir Reimarsson, Gísli Jörgen Gíslason og Aron Hólm Kristjánsson. Þá gerðu Aðalsteinn Ernir Bergþórsson, Halldór Yngvi Jónsson, Hákon Ingi Halldórsson, Karolis Stropus, Hlynur Elmar Matthíasson og Sigurður Kristófer Skjaldarson 1 mark hver. Býsna sjaldgæft og ánægjulegt að sjá 15 leikmenn komist á blað!

Arnór Þór Fylkisson var góður í markinu og varði 14 skot af 28 - 50% skotanna sem hann fékk á sig. Jovan Kukobat verði fjögur skot.

Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.