Fara í efni
Íþróttir

Þór sækir Gróttu heim á Seltjarnarnesi í kvöld

Alexander Már Þorláksson og félagar mæta Gróttu í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar mæta liði Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld í Lengjudeildinni í knattspyrnu, næst efstu deild Íslandsmótsins. Grótta er í fjórða sæti deildarinnar með 28 stig en Þór með 23 í sjöunda sæti.

Þórsarar unnu topplið HK 2:0 á heimavelli í síðustu umferð og Gróttuliðið vann Þrótt 1:0 í Vogum. Leikurinn á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi hefst klukkan 19.15 í kvöld.