Fara í efni
Íþróttir

Þór og Njarðvík takast á um dýrmæt stig í dag

Elmar Þór Jónsson gerði bæði mörk Þórs í jafntelfi gegn Njarðvíkingum fyrr í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar taka á móti Njarðvíkingum í dag í 19. umferð Lengjudeildar karla, næst efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn hefst óvenju snemma – flautað verður til leiks á VÍS vellinum (Þórsvellinum) kl. 17.00.

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með jafntefli, 2:2, á Njarðvíkurvelli. Hann var sögulegur fyrir þær sakir að bakvörðurinn Elmar Þór Jónsson gerði bæði mörk Þórs, fyrstu og einu mörk hans til þessa á Íslandsmótinu. Elmar hefur verið frá vegna meiðsla undanfarið.

Fyrir leikinn í dag er Þór í sjötta sæti deildarinnar með 24 stig að loknum 18 leikjum en Njarðvík er í níunda sæti með 20 stig.

Efsta liðið að loknum 22 leikjum vinnur sér sæti í efstu deild að ári en fjögur næstu fara í umspil um hitt lausa sætið.

Afturelding er efst í deildinni með 40 stig, ÍA er með 37, Fjölnir 33, Vestri 27, Leiknir 26, Þór 24, Grótta og Grindavík bæði 22, Njarðvík og Selfoss bæði með 20 stig og Þróttur með 19. Ægir er neðstur með níu stig en segja má að flest hin liðin séu enn í baráttunni um sæti í umspilinu – og raunar líka enn í fallhættu. Tvö lið falla og 12 stig eru í pottinum.

Þessir leikir eru eftir hjá Þór og liðunum í sætunum tveimur fyrir ofan:

  • Þór – Njarðvík
  • Þór – ÍA
  • Grótta – Þór
  • Þór - Grindavík
    _ _ _
  • Vestri – Fjölnir
  • Ægir – Vestri
  • Vestri – Þróttur
  • Selfoss - Vestri
    _ _ _
  • Afturelding – Leiknir
  • Njarðvík – Leiknir
  • Leiknir – Fjölnir
  • Ægir - Leiknir

Smellið hér til að sjá stöðuna í Lengjudeildinni

Smellið hér til að horfa á beina útsendingu frá leiknum á youtube rás Lengjudeildarinnar