Fara í efni
Íþróttir

„Strákarnir okkar“ byrja allir í Færeyjum

Aron Einar Gunnarsson, Brynjar Ingi Bjarnason og Birkir Bjarnason.

Akureyringarnir þrír í landsliðshópnum í knattspyrnu eru allir í byrjunarliðinu í vináttuleiknum gegn Færeyjum, sem hefst á Þórsvelli á eyjaklasanum fallega klukkan 18.45. Aron Gunnarsson, fyrirliði, og Birkir Bjarnason verða á miðjunni og hinn ungi og efnilegi Brynjar Ingi Bjarnason í miðri vörninni ásamt Hirti Hermannssyni, eins og þegar Íslandi mætti Mexíkó í Bandaríkjunum fyrir fáeinum dögum. 

Viðureignin við Mexíkó var fyrsti landsleikur Brynjars Inga svo leikjafjöldinn tvöfaldast í dag! Þetta verður hins vegar 97. landsleikjur Birkis og 96. leikur Arons Einars. Rúnar Kristinsson er landsleikjahæstur í karlalandsliðinu, tók þátt í 104 leikjum á sínum tíma. Birkir Már Sævarsson á 98. landsleiki að baki en Ragnar Sigurðsson 97. Þeir eru hvorugur í hópnum núna.

Leikurinn verður sýndur beint á RÚV 2.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.