Fara í efni
Íþróttir

Stjarnan krefst leiðréttingar

Anna Þyrí Haraldsdóttir og félaga stóðu í ströngu í gær; unnu leikinn en þó ekki ... Ljósmynd: Þórir…
Anna Þyrí Haraldsdóttir og félaga stóðu í ströngu í gær; unnu leikinn en þó ekki ... Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Stjórn handknattleiksdeildar Stjörn­unn­ar hef­ur ákveðið að kæra framkvæmd leiksins gegn KA/Þ​ór í Olís­deild kvenna í hand­knatt­leik í gær. Einu marki of mikið var skráð á KA/Þ​ór, sem vann 27:26 eins og fram kom hér í gær.

Stjarnan krefst þess að úr­slit leiks­ins verði leiðrétt, sennilega að úrslitin verði skráð 26:26, þótt það komi ekki beint fram. Vefurinn handbolti.is greindi í dag frá svipuðu atviki sem átti sér stað í Færeyjum fyrr í vetur, þá mættust liðin aftur en ekki liggur fyrir hvort og þá hvernig HSÍ bregst við handvömminni í gær.

Yf­ir­lýs­ing Stjörn­unn­ar í heild sinni:

Yf­ir­lýs­ing frá stjórn Stjörn­unn­ar vegna leiks Stjörn­unn­ar og KA/Þ​órs í Olís­deild kvenna. Mis­tök áttu sér stað í leik Stjörn­unn­ar og KA/Þ​órs í Olís­deild Kvenna þann 13. fe­brú­ar. Í fyrri hálfleik leiks­ins eru rang­lega skráð 18 mörk á KA/Þ​ór en í raun skoraði KA/Þ​ór 17 mörk. Það er hafið yfir all­an vafa að hálfleikstöl­ur leiks­ins hefðu því átt að vera 12-17, en ekki 12-18. Í ljósi þess að markið hafði áhrif á niður­stöðu leiks­ins hef­ur stjórn hand­knatt­leiks­deild­ar Stjörn­unn­ar ákveðið að kæra fram­kvæmd leiks­ins vegna of­an­greindra mistaka. Þetta at­vik er ekki ein­ung­is leiðin­legt fyr­ir Stjörn­una held­ur einnig KA/Þ​ór og alla aðila sem komu að þess­um leik. Hand­knatt­leiks­deild Stjörn­unn­ar ósk­ar eft­ir því að úr­slit leiks­ins verði leiðrétt.

Umfjöllun um leikinn í gær

Frétt um handvömmina