Fara í efni
Íþróttir

Stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum á HM

Þrjár góðar úr SA eftir leikinn í dag, frá vinstri: Amanda Ýr Bjarnadóttir,, Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir, sem þjálfarar Íslands völdu besta leikmanninn í dag og Katrin Rós Björnsdóttir, sem gerði fyrsta mark Íslands á HM U18.

Íslenska stúlknalandsliðið í íshokkí, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, hóf keppni í 2. deild heimsmeistaramótsins í Istanbul í dag með 5:1 tapi fyrir Ástralíu. Skautafélag Akureyrar á 13 fulltrúa í leikmannahópnum og þrír þeirra stóðu upp úr í dag!

Ástralía skoraði fyrst og staðan var 1:0 eft­ir fyrsta leik­hluta. Ástralar komust í 2:0 á síðustu andartökum annars leik­hluta og í þeim þriðja og síðasta komst ástralska liðið í 5:0 áður en Akureyringurinn Katrín Rós Björns­dótt­ir skoraði fyrir Ísland. Stoðsendinguna átti enn einn leikmaður SA, Lara Mist Jó­hanns­dótt­ir.

Þessar stúlkur úr SA eru í landsliðshópnum:

 • Hilma Bóel Bergsdóttir
 • Katrín Rós Björnsdóttir
 • Gunnborg Petra Jóhannsdóttir
 • Inga Rakel Aradóttir
 • Lara Mist Jóhannsdóttir
 • María Guðrún Eiríksdóttir
 • Amanda Ýr Bjarnadóttir
 • Friðrika Stefánsdóttir
 • Alexía Lind Ársælsdóttir
 • Sveindís Marý Sveinsdóttir
 • Aðalheiðar Anna Ragnarsdóttir
 • Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • Guðbjörg Inga Sigurðardóttir

Þjálfarar Íslands völdu Aðalheiði Önnu Ragnarsdóttur besta leikmann liðsins í dag en leikmenn sjálfir völdu Amöndu Ýr Bjarnadóttur.

Þrjár þjóðir eru í hverjum riðli, Ísland mæt­ir Spáni á morg­un og eftir það verður leikið um sæti á mót­inu.