Fara í efni
Íþróttir

Stelpurnar okkar taka á móti Breiðabliki

Sandra María Jessen og Margrét Árnadóttir eftir að sú síðarnefnda gerði sigurmarkið gegn Keflavík um…
Sandra María Jessen og Margrét Árnadóttir eftir að sú síðarnefnda gerði sigurmarkið gegn Keflavík um daginn. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Seinni hluti Bestu deildarinnar í knattspyrnu, efstu deildar Íslandsmótsins, hefst í dag með 10. umferð. Þór/KA tekur á móti Breiðabliki á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) klukkan 14.00.

Blikarnir unnu fyrri leik liðanna 4:1 í fyrstu umferðinni í Kópavogi. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar með 18 stig að loknum níu leikjum en Þór/KA er í áttunda sæti með 10 stig.

„Upphitun“ verður í Hamri frá kl. 13.00 að því er segir á vef Þórs/KA. „Skellum borgurum á grillið í „góða veðrinu“. Borgari og drykkur eru í boði fyrir árskortshafa, innifalið í árskortinu, en að sjálfsögðu einnig til sölu á góðu verði fyrir alla gesti. Nú er bara að klæða sig eftir veðrinu og mæta á völlinn, hvetja stelpurnar og styðja liðið til sigurs. Þetta er síðasti leikur okkar í deildinni fyrir EM-hléið, en næsti heimaleikur verður ekki fyrr en 9. ágúst,“ segir á vefnum.