Fara í efni
Íþróttir

„Stelpurnar okkar“ áfram í efstu deild

Sonju Björg Sigurðardóttur fagnað innilega eftir að hún kom Þór/KA í 2:0 seint í fyrri hálfleik. Leikmenn Þórs/KA eru, frá vinstri:Ellie Rose Moreno, Hulda Björg Hannesdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir, Henríetta Ágústsdóttir og Sonja Björg. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þór/KA gulltryggði áframhaldi veru í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, með 3:0 sigri á Tindastóli frá Sauðárkróki í Boganum í kvöld. Þór/KA er með 24 stig og geta ekki lengur fallið úr deildinni.

Ellie Rose Moreno gerði fyrsta markið strax á fimmtu mínútu eftir hraða sókn og Sonja Björg Sigurðardóttir kom Þór/KA í 2:0 undir lok fyrri hálfleiksins eftir að liðið gerði harða hríð að marki gestanna. Sonja fékk boltann í miðjum vítateignum, lék á einn varnarmenn og skoraði með lúmsku, hnitmiðuðu skoti. Einkar laglega gert.

Það var svo Kimberly Dóra Hjálmarsdóttir sem gerði þriðja markið og gulltryggði sigurinn þegar 20 mínútur voru eftir. Hún skoraði af stuttu færi eftir aukaspyrnu.

Lið FHL er löngu fallið og Tindastóll, sem er í næst neðsta sæti, getur ekki náð Þór/KA héðan í frá. Tindastóll á þó enn von um að halda sér í deildinni, með því að vinna bæði Fram og FHL og treysta á að Fram misstígi sig gegn FHL og Þór/KA.

Leikskýrslan

Meira síðar