Fara í efni
Íþróttir

Stefanía stendur vel að vígi á Akureyrarmótinu

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir púttar á Akureyrarmótinu. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir lék best allra í dag í meistaraflokki kvenna á Akureyrarmótinu í golfi. Það hefur hún reyndar gert alla þrjá keppnisdagana til þessa, lék á 79 höggum fyrsta daginn, 77 í gær og aftur 77 í dag. Er því samtals á 233 höggum. Hún hefur 11 högga forystu á Ólöfu Maríu Einarsdóttur, sem er í öðru sæti á 244, og Auður Bergrún Snorradóttir, sem er í þriðja sæti, hefur leikið á 254 höggum.