Fara í efni
Íþróttir

Sjáðu rástíma allra Akureyringanna

Íslandsmótið í golfi hefst snemma í fyrramálið á Jaðarsvelli. Keppendur hefja leik klukkan 7.30 og fyrsti Akureyringurinn verður mættur á teig tíu mínútum síðar, Lárus Ingi Antonsson, sem varð Akureyrarmeistari á dögunum.

Akureyrarmeistari kvenna, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, byrjar klukkan 15.40 en Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Akureyrarmeistari í fyrra, sem var erlendis með landsliðinu þegar mótið fór fram í ár, hefur keppni klukkan 14.10.

Hér má sjá hvenær allir keppendur Golfklúbbs Akureyrar verða mættir á fyrsta teig á morgun.

  •  7.40  – Lárus Ingi Antonsson
  •  8.20  – Örvar Samúelsson
  •  9.00  – Tumi Hrafn Kúld
  • 10.30  – Eyþór Hrafnar Ketilsson
  • 11.00  – Óskar Páll Valsson
  • 11.10  – Björgvin Þorsteinsson
  • 11.10  – Ævarr Freyr Birgisson
  • 11.40  – Mikael Máni Sigurðsson
  • 11.50  – Skúli Gunnar Ágústsson
  • 13.30  – Víðir Steinar Tómasson
  • 14.10  – Andrea Ýr Ásmundsdóttir
  • 15.10  – Auður Bergrún Snorradóttir
  • 15.40  – Stefanía Kristín Valgeirsdóttir

Smellið hér til að sjá rástíma allra keppenda.