Fara í efni
Íþróttir

Sannfærandi sigur Þórs á liði Hrunamanna

Reynir Róbertsson skorar í leiknum í kvöld. Hann lék mjög vel; gerði 23 stig og átti 10 stoðsendingar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar sigruðu Hrunamenn af miklu öryggi í kvöld, 105:83, í 1. deildinni í körfubolta, næst efstu deild Íslandsmótsins, í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta var annar sigur Þórs í vetur og er liðið því komið með fjögur stig eftir sex leiki.

Eftir að jafnræði var með liðunum fram í miðjan fyrri hálfleik náðu Þórsarar yfirhöndinni og höfðu nokkuð þægilega forystu upp frá því, nema hvað gestirnir minnkuðu muninn í átta stig undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess seinni.

  • Skorið eftir leikhlutum: 22:17 –  29:21 – 51:38 – 23:19 – 31:26 – 105:83

Jason Gigliotti var mjög góður í kvöld, skoraði 26 stig og tók 10 fráköst. Hann var með yfir 80% nýtingu í tveggja og þriggja stiga skotum. Reynir Róbertsson lék einnig afar vel, skoraði 23 stig og tók 10 fráköst. Smári Jónsson gerði 12 stig og átti 13 stoðsendingar.

Frammistaða Þórsara í kvöld. Stig, fráköst, stoðsendingar:

  • Jason Gigliotti 26/10/0
  • Reynir Róbertsson 23/10/1
  • Smári Jónsson 12/3/13
  • Mike Walcott 11/3/3
  • Baldur Örn Jóhannesson 9/9/4
  • Sigurjón Trausti Guðgeirsson Hjarðar 5/2/0
  • Arngrímur Alfreðsson 5/0/1
  • Kolbeinn Fannar Gíslason tók tvö fráköst
  • Róbert Orri Heiðmarsson tók tvö fráköst og átti eina stoðsending
  • Fannar Ingi Kristínarson var með eina stoðsendingu

Þetta var annar sigur Þórsara í sex leikjum. Þeir eru því með fjögur stig, jafn mörg og ÍA og Selfoss, en þrjú lið eru í neðsta sæti með tvö stig, Ármann, Hrunamenn og Snæfell.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins

Jason Gigliotti lék vel í kvöld eins og gjarnan áður. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson


Smári Jónsson gerði 12 stig í kvöld og átti 13 stoðsendingar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson