Fara í efni
Íþróttir

SA-strákarnir fengu deildarbikarinn í gær

Andri Mikaelsson fyrirliði deildarmeistara SA og Helgi Páll Þórisson, formaður Íshokkísambands Íslands.

Leik­menn karlaliðs Skauta­fé­lags Ak­ur­eyr­ar fengu deild­ar­meist­ara­bik­arinn afhentan í gær eftir 5:2 sigur á Skautafélagi Reykjavíkur í Hertz-deildinni. Þetta var síðasta heimaleikur SA í deildinni en einn er eftir á útivelli, gegn SR.

Unn­ar Rún­ars­son skoraði í tvígang fyrir SA í gær og þeir Andri Mika­els­son, Uni Sig­urðar­son og Gunn­ar Ara­son sitt markið hver. Þórhall­ur Viðars­son og Ómar Söndruson skoruðu fyr­ir SR.

SA er komið með 41 stig, SR hefur 19 og Fjöln­ir sex. Það verða því SA og SR sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Kvennalið SA fékk deildarmeistarabikar afhentan í gærmorgun eftir sigur á Fjölni og strákarnir eftir seinni leik dagsins í Skautahöllinni á Akureyri.

Leikmenn og aðstandendur karlaliðs Skautafélags Akureyrar kampakátir eftir að bikarinn var afhentur í gær.