Fara í efni
Íþróttir

SA gjörsigraði lið Fjölnismanna

Stelpurnar í liði SA unnu Fjölni afar auðveldlega í tvígang um helgina. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Skautafélag Akureyrar hefur á að skipa langbesta íshokkíliði landsins í kvennaflokki. Yfirburðirnir eru raunar ótrúlegir og komu vel í ljós um helgina, þegar næst besta lið landsins, Fjölnir, kom í heimsókn. Í gær unnu Akureyrarstúlkurnar 9:0 og í morgun urðu úrslitin 17:0. Í gær fóru loturnar 1:0, 2:0 og 6:0, en í morgun 6:0, 5:0 og 6:0.

Mörkin í gær gerðu Saga Sigurðardóttir 3, Inga Aradóttir 2 og 1 hver þær Védís Valdimarsdóttir, Berglind Leifsdóttir, Gunnborg Jóhannsdóttir og Katrín Björnsdóttir.

Mörkin í morgun gerðu Ragnhildur Kjartansdóttir og Arndís Sigurðardóttir 3 hvor, Saga Sigurðardóttir og Hilma Bergsdóttir 2 hvor og 1 gerðu Katrín Björnsdóttir, María Eiríksdóttir, Teresa Snorradóttir, Gunnborg Jóhannsdóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Jónína Guðbjartsdóttir og Berglind Leifsdóttir.