Fara í efni
Íþróttir

Rut og Árni Bragi valin best í vetur

Árni Bragi Eyjólfsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.
Árni Bragi Eyjólfsson og Rut Arnfjörð Jónsdóttir. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Akureyringar sópuðu að sér verðlaunum í lokahófi Handknattleikssambands Íslands sem fram fór í hádeginu. 

Rut Arnjörð Jónsdóttir úr KA/Þór og Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður KA, voru valin bestu leikmenn keppnistímabilsins. Þá var Rakel Sara Elvarsdóttir úr KA/Þór valin efnilegasti leikmaður Olísdeildar kvenna og Andri Snær Stefánsson valinn þjálfari ársins – en hann stýrði liðinu til sigurs á Íslandsmótinu á fyrsta keppnistímabili sínu sem þjálfari meistaraflokks.

Rut og Árni fengu fleiri verðlaun á lokahófinu.

Nánar á eftir