Fara í efni
Íþróttir

Rafíþróttadeild Þórs með kynningu í dag

Rafíþróttadeild Þórs stendur fyrir opnum kynningarfundi fyrir foreldra og önnur áhugasöm um starf deildarinnar í dag, fimmtudag, klukkan 17.00 í Hamri, félagsheimili Þórs.

„Farið verður yfir nýtt æfingakerfi ECA sem deildin er að innleiða. Ólafur Hrafn, framkvæmdastjóri ECA og einn af stofnefndum Rafíþróttasambands Íslands, verður á fundinum og fer yfir helstu áherslur og tækifæri í rafíþróttaheiminum,“ segir í tilkynningu frá Þórsurum.