Fara í efni
Íþróttir

Ótrúleg sveifla þegar Þórsarar jöfnaðu metin

Þórsliðið fyrir leikinn gegn Stjörnunni í dag. Ljósmynd: Páll Jóhannesson

Kvennalið Þórs í körfubolta vann Stjörnuna 84:79 í öðrum leik liðanna í úr­slita­ein­vígi um sig­ur í 1. deild kvenna í körfu­bolta á heimavelli í dag. Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð, hvort hefur nú unnið einn leik í úrslitaeinvíginu en þrjá þarf til að vinna deildina.

  • Skorið eftir leikhlutum: 13:27 – 35:14 (48:41) – 22:11 –14:27 – 84:79

Óhætt er að segja að gangur leiksins hafi verið óvenjulegur, eins og sjá af tölunum hér að ofan. Gestirnir unnu fyrsta leikhluta með 14 stiga mun, Þórsarar þann næsta með 21 stigs mun, þann þriðja með 11 stiga mun og síðasta hlutann unnu Stjörnustúlkur með 13 stigum!

Hrefna Ottós­dótt­ir skoraði 26 stig fyr­ir Þór í dag, Tuba Poyraz gerði 18 stig og tók 17 frá­köst og Madison Anne Sutton gerði 13 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina