Fara í efni
Íþróttir

Óskabyrjun Þórs/KA í snjókomunni!

Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, gerði eina markið í Garðabæ í kvöld. Ljósmynd: fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA sigraði Stjörnuna 1:0 í kvöld í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í knattspyrnu í Garðabæ. Sannarlega frábær úrslit og frammistaðan var einnig góð. Stjörnunni er spáð mikill velgengni í sumar og því var ánægjulegt að sjá hve leikmenn Þórs/KA voru ákveðnir og sannfærandi.

Það var Sandra María Jessen sem gerði eina markið með föstum skalla eftir frábæran undirbúning Huldu Óskar Jónsdóttur þegar 27 mínútur voru liðnar af leiknum.

Heldur kalt var í veðri og smávegis snjókoma var lang mestan hluta leiksins, þótt ekki hafi truflað leikmenn neitt.

Þessi sömu lið mættust á sama stað 1. apríl í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. Þá var jafnt eftir hinar hefðbundnu 90 mínútur en Stjarnan vann í vítaspyrnukeppni. Það var generalprufa fyrir alvöruna sem hófst í kvöld; nú mætti kannski segja að fyrri úrslitin hafi verið aprílgabb ...

Nánar á eftir

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna