Fara í efni
Íþróttir

Öruggt hjá KA á Selfossi en KA/Þór tapaði heima

Einar Birgir Stefánsson var markahæstur KA-manna á Selfossi í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Handboltalið KA/Þórs og KA hófu keppnistímabilið formlega í dag með leikjum í Olísdeildunum og áttu misjöfnu gengi að fagna. KA-strákarnir unnu öruggan sigur á Selfossi fyrir sunnan en stelpurnar í KA/Þór höfðu ekki röð við liði ÍBV í KA-heimilinu.

Tap hjá KA/Þór gegn sterku Eyjaliði

KA/Þór mátti þola níu marka tap gegn ÍBV í fyrsta leik liðsins í Olísdeildinni á tímabilinu, en liðin mættust í KA-heimilinu í dag. Gestirnir náðu fjögurra marka forystu um miðjan fyrri hálfleik og juku síðan muninn í sjö mörk rétt fyrir leikhlé, staðan 9-16 eftir fyrri hálfleikinn. Munurinn varð mestur 11 mörk í seinni hálfleiknum, en gestirnir sigruðu að lokum með níu marka mun, 20-29.

KA/Þór
Mörk:
Nathalia Soares 5, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Elsa Björg Guðmundsdóttir 3, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Kristín A. Jóhannesdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.

Varin skot: Matea Lonac 8 (21,6%).
Brottvísanir: 6 mínútur

ÍBV
Mörk: Birna Berg Haraldsdóttir 8, Sunna Jónsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 4, Karolina Olszowa 3, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 2, Margrét Björg Castillo 2, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 1, Britney Emile Cots 1, Amelía Einarsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 11 (45,8%), Réka Edda Bognár 2 (22,2%).
Brottvísanir: 6 mínútur

Leikskýrslan (hsi.is)
Tölfræði leiksins (hbstatz.is)

Öruggur sigur KA á Selfossi

KA vann öruggan sjö marka sigur á Selfyssingum í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handbolta í dag.

Jafnt var á öllum tölum upp í 10-10, en þá náðu KA-menn tveggja marka forystu og höfðu marka forystu í leikhléi, 12-15. Þeir létu ekki þar við sitja heldur skoruðu fimm fyrstu mörk seinni hálfleiksins og náðu sjö marka forystu, 13-20. Munurinn hélst svo í sjö til níu mörkum út leikinn og sigur KA-manna öruggur, 23-30.

Selfoss
Mörk: Richard Sæþór Sigurðsson 5, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Sveinn Andri Sveinsson 4, Hans Jörgen Ólafsson 4, Alvaro Mallols 2, Hannes Höskuldsson 1, Sæþór Atlason 1, Gunnar Kári Bragason 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 8 (25%), Jón Þórarinn Þorsteinsson 2 (28,6%).
Brottvísanir: 12 mínútur.

KA
Mörk: Einar Birgir Stefánsson 6, Einar Rafn Eiðsson 6, Ott Varik 5, Arnór Ísak Haddsson 3, Jóhann Geir Sævarsson 3, Patrekur Stefánsson 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2.
Varin skot: Bruno Bernat 12 (34,3%).
Brottvísanir: 12 mínútur.

Leikskýrslan (hsi.is
Tölfræði leiksins (hbstatz.is)