Fara í efni
Íþróttir

Nýtt hjá GA: Rástímar allan sólarhringinn

Golfklúbbur Akureyrar segir á vef sínum í dag frá þeirri nýjung að nú gefist kylfingum færi á að bóka rástíma allan sólarhringinn, en að jafnaði hefur verið opið frá sjö á morgnana fram undir ellefu á kvöldin.

Veðrið leikur við kylfinga eins og aðra hér um slóðir í dag og næstu daga. Kylfingar eru margir árrisulir og farnir snemma af stað í golfið á morgnana og því ákvað Golfklúbburinn að bæta við því sem heitir morgungolf í rástímabókun í golfboxinu. Þegar kylfingar bóka rástíma geta þeir valið morgungolf og bókað rástíma frá miðnætti fram undir sjö að morgni. Skráningin fer fram með sama hætti og venjulega. Þegar komið er inn í rástímaskráninguna kemur sjálfkrafa upp Jaðarsvöllur kl. 7:00-22:50, en þar gefst kylfingum færi á að breyta í Jaðar-morgungolf og bóka þannig rástíma fyrr.