Fara í efni
Íþróttir

Naumt tap Þórsara fyrir KR-ingum

KR-ingurinn Björn Kristjánsson sækir að körfunni, Smári Jónsson til varnar. Ljósmynd: Þórir Tryggvas…
KR-ingurinn Björn Kristjánsson sækir að körfunni, Smári Jónsson til varnar. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Þórsarar töpuðu með fjögurra stiga mun fyrir KR, 92:88, í Domino's deildinni í körfubolta í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Segja má að enn einu sinni hafi slök hittni Þórsara af vítalínunni komið þeim í koll, einkum í fyrri hálfleik.

KR var yfir eftir fyrsta leikhluta, 19:18, en voru komnir níu stigum yfir áður en flautað var til hálfleiks - 42:33. Þórsarar komu grimmir fram á gólfið eftir fund í búningsklefanum og munurinn var tvö stig eftir þriðja leikhluta, 64:62 fyrir KR. Spennan var mikil í síðasta fjórðungi leiksins en segja má að reynsla KR-inga hafi skilað þeim sigrinum. Tyler Sabin var frábær í liði gestanna, gerði 32 stig og gaf átta stoðsendingar. Hjá Þór var Ivan Alconada bestur og bar reyndar höfuð og herðar yfir alla aðra á vellinum - í bókstaflegri merkingu. Hann gerði 30 stig og tók 19 fráköst, þar af 12 í sókn.

Nánar í fyrramálið.