Fara í efni
Íþróttir

„Mikill spenningur, en samt líka stress“

Margrét Árnadóttir og ítalska markmannsgoðsögnin, Gianluigi Buffon, sem kom aftur til Parma í hittifyrra eftir glæstan 19 ára feril hjá Juventus og eitt ár með PSG í Frakklandi.

Margrét Árnadóttir er gengin til liðs við ítalska knattspyrnufélagið Parma, eins og Akureyri.net greindi frá í gær. Það átti sér mjög stuttan aðdraganda að hún hélt utan. „Ég fékk símtal að kvöldi 28. desember um að liðið vildi bjóða mér samning og næsta morgun voru drögin að samningi komin. Ég hafði þá nánast bara dag í að gefa svar og ákvað á endanum að segja já og næsta morgun var kominn samningur,“ segir Margrét í viðtali við vef Þórs/KA.

„Auðvitað er mikill spenningur, en samt líka stress,“ segir hún um tímamótin. „Það er mjög erfitt að fara frá Akureyri, bæði Þór/KA og öllum stelpunum sem ég er að þjálfa, en einhvern tímann verður maður að taka stökkið,“ segir Margrét.

Smellið hér til að lesa meira á vef Þórs/KA