Fara í efni
Íþróttir

Meistararnir höfðu ekki roð við Stjörnunni

Unnur Ómarsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA/Þór fékk slæman skell í gær þegar liðið tapaði 27:20 fyrir Stjörnunni í Garðabæ, í Olís deild Íslandsmótsins í handbolta. Staðan í hálfleik var 15:10 fyrir Garðbæingana.

Í stuttu máli má segja að Stelpurnar okkar, Íslands- og bikarmeistararnir, náðu sér engan vegin á strik í leiknum og áttu aldrei möguleika. Þetta var sannarlega ekki þeirra dagur, eins og stundum er sagt. Rut Arnfjörð Jónsdóttir var ekki með vegna meiðsla og var sárt saknað.

Mörk KA/Þórs: Unnur Ómarsdóttir 6, Aldís Ásta Heimisdóttir 4, Marta Hermannsdóttir 3 (1 víti), Ásdís Guðmundsdóttir 2, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 1, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1 og Hildur Lilja Jónsdóttir 1.

Matea Lonac varði 14 skot.

KA/Þór er þriðja sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki. Valur og Fram hafa bæði lokið níu leikjum, Valur er með 16 stig og Fram með 15.

Smellið hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum.